Tölum um ofbeldi er myndband sem við rákumst á þegar við vorum að kynna okkur hvað verið væri að gera í sambandi við ofbeldi gagnvart börnum
Kvennaathvarfið sá um framleiðslu myndbandsins en það er tæpar 5 mínútur að lengd. Inn á youtube.com er að finna upplýsingar um tilurð myndbandsins en því er ætlað að vera liður í þjónustu við þau börn sem koma í kvennaathvarfið.
Við mælum hiklaust með að kíkja á þetta myndband en það er gagnlegt, fróðlegt og eitthvað sem allir sem vinna með börnum ættu að vera búnir að kynna sér.
Færðu inn athugasemd