Um verkefnið

Við erum tvær stúlkur á þriðja ári í Háskólanum á Akureyri og er þessi vefsíða hluti af B.Ed. verkefni okkar. Hér inn á þessari síðu söfnum við upplýsingum er viðkoma vanrækslu barna og þeim hegðunareinkennum sem börn geta sýnt og eru merki um að ekki sé allt með felldu. Þetta er erfið umræða sem þarf að halda opinni og því töldum við þörf á vefsíðu sem heldur utan um þann fróðleik sem hægt er að finna til að kynna sér Barnaverndarnefnd, einkenni barna sem búa við vanrækslu á einhvern hátt og hverjar verklagsreglur kennara eru auk þeirra laga sem þeir þurfa að fylgja.

Í gegnum heimildaöflun okkar erum við að rekast á ýmsar góðar og gagnlegar upplýsingar á mörgum stöðum á netinu, í rannsóknum og bókum sem við höfum safnað að okkur. Með gerð þessarar vefsíðu sjáum við fyrir okkur að hún geti nýst okkur sjálfum og fleiri kennurum eða öðrum sem starfa með börnum sem verkfæri.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: