Askjan

Askjan er fjölskyldustuðningur á vegum Fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar. Askjan er þróunarverkefni en 1. október 2014 voru sameinuð þrjú úrræði sem Fjölskyldudeild bauð upp á. Þessi úrræði voru tilsjón, stuðningurinn heim og ADHD ráðgjöf (Fjölskyldudeild Akureyrar, 2014, bls. 38). Askjan er því þjónusta sem veitt er inn á heimili barnafjölskyldna en tilgangurinn er að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu og umönnun barna sinna. Askjan er því markvisst inngrip í afmarkaðan tíma, oftast 6-12 vikur en þjónustan er fyrst og fremst í formi heimsókna inn á heimili. Auk þess sem starfsmaður kemur inn á heimili er hann í samstarfi við lykilaðila í nærumhverfi barnsins s.s. heilsugæslu, leikskólakennara, grunnskólakennara og nákomna ættingja barnsins. Markmið þjónustunnar er að veita markvissa aðstoð til barnafjölskyldna inn á heimili þeirra, að hjálpa fjölskyldum að uppgötva sín eigin bjargráð og veita stuðning svo auka megi foreldrahæfni sem stuðlar að betri líðan og samskiptum innan fjölskyldunnar. Askjan er hugsuð fyrir foreldri/foreldra sem eiga í erfiðleikum með uppeldishlutverkið vegna ýmsa aðsæðna s.s. vegna foreldranna sjálfra, erfiðleika hjá barninu eða umhverfisþátta. Þar sem börnin geta verið á ýmsum aldri eru uppeldisverkefnin því breytileg. Til að sækja þessa þjónustu sér starfsólk Fjölskyldusviðs í félagsþjónstu og starfsfólk barnverndar um að vísa málum til Öskjunnar auk starfsmanna í sérsfræðiþjónustu leik- og grunnskóla á Fræðsluviði (Fjölskyldusvið Akureyrarbæjar, 2015).

Heimildir:

Ársskýrsla Fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar 2014, sótt af: https://www.akureyri.is/static/files/01_akureyri.is/pdf/fjolskd-arsskyrsla2014.pdf

Fjölskyldusvið Akureyrarbæjar – bæklingur, sótt af: https://www.akureyri.is/is/moya/page/askjan-fjolskyldustudningur_2

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: