Hvað er B.A.C.A.

Einn af markmiði okkar hér í vefsíðunni er að finna gagnlegan fróðleik um barnaverndarmál líkt og nýlegar rannsóknir, bæði erlendar sem og innlendar. Auk þess viljum við vekja athygli á samtökum sem hjálpar börnum á einhvern hátt. Vinkona mín bendi mér á nýleg samtök hér á Íslandi sem kalla sig B.A.C.A  en B.A.C.A stendur fyrir Bikers Against Child Abuse og eru góðgerðarsamtök bifhjólafólks. Ég hafði samband við formanninn, Arnbjörn „Addi“ Arason sem fræddi mig um samtökin.

B.A.C.A. starfa í þeim tilgangi að búa misnotuðum börnum örugga umhverfi svo þau verði ekki lengur hrædd við þá veröld sem þau búa í. Samtökin voru upphaflega stofnuð í Utah, USA og er starfandi í öllum fylkjum USA og 11 löndum og von er á a.m.k. 3 löndum til viðbótar fljótlega. B.A.C.A. er eftirmeðferðar aðili, það er að segja að samtökin koma helst ekki að málum skjólstæðings nema að þeir aðilar sem fyrir eru til staðar velji að fá þá til liðs við sig eða hafi lokið vinnu sinni. Allir meðlimir B.A.C.A. þurfa að skila einka sakavottorði ásamt fullu sakavottorðri og undirgangast fjölda námskeiða áður en hann/hún er samþykkt/ur sem fullgildur meðlimur samtakanna (Patcherd Member/Félagi með Bakmerki).

Fyrir áhugasama má benda á vefslóðina: http://iceland.bacaworld.org/ , http://bacaworld.org/  Einnig er hægt að sjá myndband frá þeim: http://bacaworld.org/fa/

Ég vil þakka þakka formanni samtakanna Arnbirni „Adda“ Arasýni fyrir upplýsingar og hjálpina.

Kveðja Jennifer

Tölum um ofbeldi

Tölum um ofbeldi er myndband sem við rákumst á þegar við vorum að kynna okkur hvað verið væri að gera í sambandi við ofbeldi gagnvart börnum

Kvennaathvarfið sá um framleiðslu myndbandsins en það er tæpar 5 mínútur að lengd. Inn á youtube.com er að finna upplýsingar um tilurð myndbandsins en því er ætlað að vera liður í þjónustu við þau börn sem koma í kvennaathvarfið.

Við mælum hiklaust með að kíkja á þetta myndband en það er gagnlegt, fróðlegt og eitthvað sem allir sem vinna með börnum ættu að vera búnir að kynna sér.

 

 

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑