Barnaverndarnefnd Akureyrar

Á Akureyri starfar barnaverndarnefnd eins og annarsstaðar á Íslandi. Barnavernd Akureyrar heyrir undir fjölskyldudeild Akureyarbæjar. Fjölskyldudeild sér um að veita fjölbreytta ráðgjafarþjónustu á sviði barnaverndar, almennrar félagsþjónustu og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla (Fjölskyldudeild Akureyrar, 2015, bls.3). Auk þess að veita þjónustu á Akureyri sinnir Fjölskyldudeild Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Grýtubakkahreppi og Svalbarðsstrandarhreppi (Fjölskyldudeild Akureyrar, 2015, bls. 3).

Í ársskýrslu Fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar frá árinu 2015 má sjá að tilkynningum til barnaverndar fer fjölgandi. Árið 2013 voru tilkynningar til barnaverndar 399. Þeim fækkaði svo 2014, en þá bárust 368. en árið 2015 fjölgaði þeim töluvert og voru tilkynningar 450 (Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar, 2015, bls. 5). Eins og þessar tölur sýna voru tilkynningar til barnaverndarnefndar tölvuvert margar fyrir árið 2015 en af þeim málum var 21 mál opnað að frumkvæði nefndarinnar sjálfrar. Þó má sjá að fjöldi barna sem tilkynnt var vegna hafði ekki fjölgað mikið og því gefur það vísbendingar um að oft hafi verið tilkynnt vegna sömu barna (Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar, 2015, bls. 8).

Heimildir:

Ársskýrsla Fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar 2015, Sótt af: https://www.akureyri.is/static/files/01_akureyri.is/pdf/fjolskdeild-arsskyrsla-2015.pdf

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: