Almennt um barnavernd

Barnavernd á Íslandi var stofnað 1932 en þá voru fyrstu heildarlög um barnavernd á Íslandi sett (Ríkisendurskoðun, 2015, bls. 14). Frá því að fyrstu lög um barnavernd voru sett hafa þau sætt endurskoðunum og breytingum. Árið 1992 var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fullgiltur fyrir Íslands hönd. Fullgilding hans felur í sér að Ísland er skuldbundið að þjóðarrétti til að virða og uppfylla ákvæði sáttmálans. Árið 2013 var sáttmálinn lögfestur á Íslandi og er nú hluti af íslenskri löggjöf (Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, e.d.). Þar sem börn eru sérstaklega viðkvæmur þjóðfélagshópur ber að vernda hann og er barnavernd ætlað að sjá um það hlutverk. Með tilkomu barnasáttmálans voru Barnaverndarlög nr. 80/2002 sem tóku gildi í júní 2002 byggð í anda sáttmálans. Samkvæmt lögunum eiga börn rétt á sérstakri vernd og umönnun og skulu njóta réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska (Ríkisendurskoðun, 2015, bls. 3). Á Íslandi er barnavernd á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga en samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002 eru barnaverndaryfirvöld velferðarráðuneyti, kærunefnd barnaverndarmála, Barnaverndarstofa og barnaverndarnefndir sveitafélaga (Ríkisendurskoðun, 2015, bls. 15). Til að barnaverndarnefnd sé starfandi þurfa í dag að standa að baki hverrar nefndar minnst 1.500 íbúar og er það á ábyrgð sveitafélaganna að kjósa í sýna nefnd. Sveitastjórnum er þó ekki heimilt að gefa barnaverndarnefnd fyrirmæli einstakra barnaverndarmála eða komast í gögn eða upplýsingar um einstök mál (Barnaverndarstofa, 2015, bls. 16).

 

Heimildir:

Um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sótt af: http://www.barnasattmali.is/barnasattmalinn/umbarnasattmalann.html

 

Barnaverndarlög, sótt af: http://www.althingi.is/lagas/136a/2002080.html

 

Ársskýrksla Ríkisendurskoðun, 2015, sótt af: http://rikisendurskodun.is/wp-content/uploads/2016/03/Arsskyrsla_RE_2015.pdf

 

Barnaverndarstofa – handbók endurskoðuð 2015, sótt af: http://www.bvs.is/media/utgefid-efni/Handbok—2.2.2016.pdf

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: