Eftirlitsleysi eða skortu á umsjón

Eftirlitsleysi eða skortur á umsjón lýsir sér samkvæmt skilgreiningu Freydísar þannig að „foreldri veitir barninu ekki nauðsynlega umsjón og eftirlit og því hefur öryggi barns og velferð verið í hættu. Þetta á við þegar barnið hefur ekki líkamlega, andlega, sálræna, tilfinningalega eða praktíska burði til að vernda sig sjálft í aðstæðunum“ ( Freydís J. Freysteinsdóttir, e.d., bls. 4). Með skort á umsjón getur barnið verið í hættu og getur því haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. En undir þessari birtingarmynd vanræsklu er t.d. foreldrar sem eru undir áhrifum áfengis- og vímuefnum fyrir framan barn sitt og hafa þar af leiðandi ekki burði til að tryggja því öryggi (Freydís J. Freysteinsdóttir, e.d., bls. 5).

 

Heimild:

Freydís J. Freysteinsdóttir. (e.d.). Skilgreiningar- og flokkunarkerfi í barnavernd:

SOF. Sótt af: http://www.bvs.is/files/file468.pdf

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: