Hvað segja lögin?

Starfsfólk leikskóla ber að vinna eftir ákveðnum lögum um leikskóla en einnig hafa verið sett barnalög hér á Íslandi. Einnig eru til barnaverndarlög sem á að halda utan um réttindi barna. Árið 1992 var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fullgiltur fyrir Íslands hönd og lögfestur árið 2013 sem gerir hann nú hluta af íslenskri löggjöf. Því má segja að Ísland stendur sig vel þegar kemur að réttindum barna en með tilkomu barnasáttmálans voru Barnaverndarlög nr. 80/2002 sem tóku gildi í júní 2002 byggð í anda sáttmálans. Samkvæmt lögunum eiga börn rétt á sérstakri vernd og umönnun og skulu njóta réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: