Merki andlegs ofbeldis

Áhrif ofbeldis má sjá með breyttri hegðun hjá barni og ef barn glímir við tilfinninga- og hegðunarvanda getur það verið merki um að eitthvað sé ekki í lagi heima fyrir.

Börn sem búa við andlegt ofbeldi eru oft með:

  • tilfinninga- og hegðunarvandamál
  • samskiptavanda,
  • erfiðleika með vinatengsl,
  • skerta félagsfærni
  • depurð og draga sig í hlé
  • lágt sjálfsmat
  • námsvandi verið merki um erfiðleika heima fyrir.

Hafa þarf þó í huga að barn getur sýnt þessi einkenni þótt ekkert ofbeldi eigi sér stað. Tryggja þarf að engar aðrar ástæður liggi á bak við ákveðna hegðun hjá barni auk þess sem taka þarf mið af aldri barns.

 

Heimild:

Guðrún Kristinsdóttir og Nanna Kristín Christiansen. (2014). Ofbeldi gegn börnum

hlutverk skóla: Handbók fyrir starfsfólk. Reykjavík: Námsgagnastofnun.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: