Merki kynferðislegs ofbeldis

Börn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldu geta sýnt ákveðin einkenni sem gefa í skyn að eitthvað sé að. Einkenni um kynferðislegt ofbeldi hjá börnum geta verið:

  • andleg vanlíðan
  • líkamleg vanlíðan eða kvartanir sem ekki finnast læknisfræðilegar skýringar á.
  • Kynferðisleg hegðun getur einnig verið merki um að barn sé beitt kynferðislegu ofbeldi, en þó ber að varast að ekki hafa öll börn sem sýna kynferðislega hegðun verið beitt ofbeldi.
  • börn sem sýna óeðlilega kynferðislega hegðun eða taka þátt í kynferðislegum leikjum með jafnöldrum hafa séð eitthvert óviðeigandi efni af kynferðislegum toga t.d. í tölvum, blöðum eða sjónvarpi (Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir, 2013, bls. 13).

Hafa þarf þó hugfast að börn geta einnig sýnt eitthvað af þessum einkennum vegna annarra vandamála sem eru heima fyrir og því getur verið erfitt að greina hvort kynferðisofbeldi eigi sér stað eða eitthvert annað ofbeldi.

 

Heimild:

Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir. (2013). Verndum þau. Hvernig

bregðast á við grun um vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum.

Reykjavík: Mál og menning.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: