Merki líkamlegs ofbeldis

Börn geta borið merki líkamlegs ofbeldis utan á sér og með ákveðnum hegðunareinkennum. Það getur því verið merki um að barn búi við ofbeldi ef:

  • Þegar barn ber óútskýrða marbletti, brunasár eða jafnvel beinbrot sem foreldrar eða forráðamenn eiga erfitt með að útskýra á trúverðugan hátt gefur það merki um að eitthvað sé ekki eins og það á að vera (Guðrún Kristinsdóttir og Nanna Kristín Christansen, 2014, bls. 23).
  • Einnig gefur það merki um að eitthvað sé ekki eins og það á að vera þegar barn á erfitt með líkamlega snertingu
  • Barn er á varðbergi gagnvart fullorðnum eða dregur sig í hnút þegar það er skammað,
  • Algengt er að börn sem búa við ofbeldi setji hendur ósjálfrátt fyrir sig til varnar höfðinu (Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir, 2013, bls. 37).

 

Heimildir:

Guðrún Kristinsdóttir og Nanna Kristín Christiansen. (2014). Ofbeldi gegn börnum

hlutverk skóla: Handbók fyrir starfsfólk. Reykjavík: Námsgagnastofnun.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: