Líkamleg vanræksla

Líkamleg vanræksla samkvæmt skilgreiningu Freydísar er þegar döfnunarfeill sést hjá barni oftast undir ársgömlu og þegar fæði, klæðnaður, hreinlæti, húsnæði og heilbrigðisþjónusta er ábótavant. Þegar barn sýnir döfnunarfeil eru helstu einkenni þau að barnið þyngist ekki eða lengist á við önnur börn, hreyfiþroski þess er langt undir meðaltals hreyfiþroska eðlilegra barna. Í um 10% tilfella er orsökin líffræðileg en í öðrum tilfellum er um að ræða afleiðingu á alvarlegri truflun í tengslum við foreldra og barns (Freydís J. Freysteinsdóttir, e.d., bls. 2). Þegar fæði, klæðnaður, hreinlæti, húsnæði og heilbrigðisþjónusta er ábótavant sýnir það sig í því að barn fær ekki næringu við hæfi eða nægilegt fæði sem nauðsynlegt er fyrir þroska þess, heilsu og velferð.

Fæði – Fæði er ábótavant þegar foreldri hefur ekki gefið barni fæði við hæfi, barnið fær ekki nægilegt fæði miðað við þroska þess, heilsu og velferð auk þess sem barn missir oft og ítrekað úr máltíðir.

Fatnaður – Fatnaður er ófullnægjandi t.d. er barnið ekki klætt miðað við heilsu þess og velferð. Fötin eru lítil eða þröng og valda barni óþægindum, skór of litlir eða fatnaður ekki nógu hlýr miðað við veður.

Hreinlæti – Ef gætt er að hreinlæti flokkast það undir vanrækslu ef barn er baðað svo sjaldan að það lykt og fatnaður barnsins er mjög óhreinn. Ekki hefur verið gætt að hreinlæti barns sé fullnægjandi fyrir heilsu þess og velferð.

Húsnæðismál – Þegar húsnæðismál eru í ólestri geta birtingarform verið að barnið eigi ekkert húsnæði eða athvarf, það býr í óíbúðarhæfu húsnæði, óhreinlæti er töluvert, líkamlegu öryggi barna er í hættu t.d. vegna þess að rafmagn er opið og skortur getur verið á nauðsynlegum nytjahlutum fyrir eðlilegt heimilishald t.d. rafmagn eða hiti.

Heilbrigðisþjónusta – Þegar heilbrigðisþjónustu barns er ábótavant er það t.d. þegar foreldri fylgir ekki læknisráði í meðferð barns (Freydís J.Freysteinsdóttir, e.d., bls. 4).

Allt eru þetta alvarleg brot gegn börnum sem vert er að veita áhuga.

Heimild:

Freydís J. Freysteinsdóttir. (e.d.). Skilgreiningar- og flokkunarkerfi í barnavernd:

SOF. Sótt af: http://www.bvs.is/files/file468.pdf

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: