Tilfinningaleg/sálræn vanræksla

Tilfinningaleg eða sálræn vanræksla hefur af flestum verið skilgreind á víðan hátt. Með tilfinningalegu eða sálrænni vanrækslu er oftast átt við þegar foreldri veitir barni sínu ekki tilfinningalegan stuðning, öryggi og hvatningu. Þó hafa rannsóknir verið að sýna að þetta form vanrækslu á frekar við flokkinn andlegt ofbeldi eða mistnotkun (Miller-Perrin og Perrin, 2013, bls. 159). Samkvæmt skilgreiningu Freydísar er tilfinningaleg eða sálræn vanræksla þegar foreldri vanrækir tilfinningar barns, það bregst seint og illa við tilfinningalegum þörfum barns síns, foreldri vanrækir félagsþroska barns, foreldri örvar ekki hugrænan þroska nægilega og foreldri setur barninu ekki eðlileg mörk og beitir því ekki nauðsynlegum aga (Freydís J. Freysteinsdóttir, e.d., bls. 6). Þetta getur haft veruleg áhrif á börn og því mikilvægt að vera meðvitaður um þetta form vanrækslu.

Heimildir:

Freydís J. Freysteinsdóttir. (e.d.). Skilgreiningar- og flokkunarkerfi í barnavernd:

SOF. Sótt af: http://www.bvs.is/files/file468.pdf

 

Miller–Perrin, C.L. og Perrin, R.D. (2013). Child Maltreatment. An Introduction.

California: Sage.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: