Ofbeldi og vanræksla gegn börnum

Ofbeldi er vaxandi vandamál í þjóðfélaginu og er ofbeldi gegn börnum engin undantekning þar á. Hægt er að sjá aukningu í tölum frá Barnaverndarstofu en þar fjölgar tilkynningum nokkuð hratt milli ára. Árið 2016 voru tilkynningar vegna ofbeldis í garð barna 28,3% tilkynninga til barnaverndar og vanræksla var 39,5%. Í skýrslu Barnaverndarstofu kemur fram að tilkynningar vegna ofbeldis árið 2014 voru 22,4% og árið 2015 voru þær 25,7%, en þarna má sjá töluverða aukningu milli ára (Barnaverndarstofa, 2017, bls.2). Þetta er áhyggjuefni og því vert að veita athygli.

Öll gegnum við hlutverki þegar kemur að tilkynningarskyldu til barnaverndar ef grunur leikur á ofbeldi eða vanrækslu. Leikskólakennarar vinna í mikilli nánd við foreldra og ættu því að taka eftir því ef eitthvað er ekki eins og á að vera. Þar sem ofbeldi á sér ýmsar myndir þarf að vera meðvitaður um birtingarmyndir þeirra, hegðunareinkenni sem gefa til kynna að eitthvað sé að og hvað skuli gera ef grunur leikur á ofbeldi. Algengustu birtingarmyndir ofbeldis í garð barna eru vanræksla, andlegt ofbeldi, líkamlegt ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi en sjaldan á sér stað einungis eitt form ofbeldis.

Heimildir:

Barnaverndarstofa, Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2014-2016, sótt af: http://www.bvs.is/barnaverndastofa/tolulegar-upplysingar/samanburdarskyrslur-vegna-2016?CacheRefresh=1

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: