Vanræksla barna

Til þess að börn að nái að þroskast og dafna þurfa aðstæður þeirra að bjóða upp á uppbyggilegt umhverfi. Ef barn elst upp við góðar aðstæður þar sem heilsa þess og þroski fær góða aðbúð leggur það sterkan grunn fyrir lífið (Cooke, 2010, bls. 247). Á móti kemur að ef barn elst upp við lélegan aðbúnað, þörfum þess er ekki mætt, það er illa hirt og skortur er á almennri umhirðu getur það skapað vandamál hjá barninu sem hefur slæm áhrif á það til lengri tíma litið. Erfitt getur þó verið að dæma hvenær ákveðin vanræksla er að skaða barnið til lengri tíma og getur því verið vafasamt að vita hvenær á að skerast inn í málið (Miller-Perrin og Perrin, 2013, bls. 154). Leikskólar hafa ákveðin viðmið um það hvernig góður aðbúnaður á að vera en í Aðalnámskrá leikskóla frá 2011 er nefnt að í leikskólum á að veita börnum umönnun og menntun, búa þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011, bls. 30). Með þessu er búið að setja leikskólakennurum viðmið um hvernig aðbúnaður skal vera og ber að fara eftir þeim.

Skilgreining á vanrækslu er þegar skortur er á viðeigandi umönnun barns, sem getur valdið því skaða (Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir, 2014, bls. 43). Ólíkt líkamlegu ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi getur vanræksla verið krónískt ástand sem ekki er auðvelt að greina sem sérstakt tilfelli (Hildyard, K.L., og Wolfe, D.A., 2002, bls.680). Nánari skilgreining á orðinu vanræksla er þegar skortur er á góðum aðbúnaði, t.d. þegar barn fær ekki mat, fatnað, daglega umhirðu og vernd (Guðrún Kristinsdóttir og Nanna Kristín Christiansen, 2014, bls. 28). Vanræksla á sér nokkur birtingarform, en hún getur verið líkamleg vanræksla, eftirlitsleysi eða skortur á viðeigandi umsjón, sálræn/ tilfinningaleg vanræksla og vanræksla varðandi nám (Freydís J. Freysteinsdóttir, e.d., bls. 2) Vanræksla á sér þó ekki alltaf stað af ásetning en ber þó að muna að það er ekkert minna skaðlegt fyrir þroska barns heldur en ofbeldi eða vanræksla framkvæmd af ásetning (Miller-Perrin og Perrin, 2013, bls. 151).

 

Heimildir:

Cook, S. (2010). Healthy and Sustainable Environments for Children and

Communities. Í Julie M. Davis (ristjóri). Young Children and the Environment: Early Educaction for Sustainability, bls. 242-272. New York: Cambridge university press

 

Miller–Perrin, C.L. og Perrin, R.D. (2013). Child Maltreatment. An Introduction.

California: Sage.

 

Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2011). Aðalnámskrá leikskóla. Sótt af:

https://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/nr/3952

 

 

Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir. (2013). Verndum þau. Hvernig

bregðast á við grun um vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum.

Reykjavík: Mál og menning.

 

Hildyard, K.L. og Wolfe, D.A. (2002). Child Neglect: Developmental issues and

outcomes. Child Abuse and Neglect, 26(6), 679-695.

 

Guðrún Kristinsdóttir og Nanna Kristín Christiansen. (2014). Ofbeldi gegn börnum

hlutverk skóla: Handbók fyrir starfsfólk. Reykjavík: Námsgagnastofnun.

 

Freydís J. Freysteinsdóttir. (e.d.). Skilgreiningar- og flokkunarkerfi í barnavernd:

SOF. Sótt af: http://www.bvs.is/files/file468.pdf

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: